Þjónusta
Í Bata sjúkraþjálfun er veitt öll hefðbundin og sértæk sjúkraþjálfun. Við leggjum metnað í að veita skjólstæðingum okkar persónulega og góða þjónustu. Áhersla er lögð á persónuleg samskipti og einstaklingsmiðaða meðferð.
Hreyfistjórnun
Hjá Bata sjúkraþjálfun starfa fjöldi sjúkraþjálfara sem hafa sérmenntað sig í hreyfistjórnunarfræðum. Hreyfistjórnun er sjálfsæfingamiðuð meðferð sem miðar að því að greina og leiðrétta óæskilegt hreyfimynstur einstaklings sem getur valdið honum verkjum.
Meðferð við taugasjúkdómum
Starfsfólk Bata státar af mikilli reynslu af meðferðum fólks með taugasjúkdóma. Aðgengi Bata sjúkraþjálfunar er einnig eins og best verður á kosið.
Leiðrétting líkamsstöðu
Skekkja í mjaðmagrind getur framkallað hin ýmsu vandamál og haft neikvæð áhrif víðsvegar um líkamann. Rétt hreyfing liðamóta mjaðmagrindar getur reynst mikilvægur þáttur í bataferli einstaklings í verkjameðferð.
Sogæðabjúgsmeðferð
Marjolein Roodbergen og Heiðbjört Tíbrá Kjartansdóttir eru þeir þjálfarar Bata sjúkraþjálfunar sem hafa sérhæft sig í meðferð við sogæðabjúg.
Íþróttasjúkraþjálfun
Hjá Bata sjúkraþjálfun starfa sjúkraþjálfarar sem hafa starfað hjá Íslenskum félagsliðum í handbolta, fótbolta, körfubolta o.fl.
Meðferð fyrir gigtarsjúklinga
Starfsfólk Bata sjúkraþjálfunar býr yfir gífurlegri reynslu af meðferðum gigtarsjúklinga. Þær Hrefna Indriðadóttir og Sólveig Björg Hlöðversdóttir störfuðu lengi hjá Gigtarfélagi Íslands áður en þær hófu störf hjá Bata sjúkraþjálfun.
Nálastungumeðferð
Á meðal starfsmanna Bata sjúkraþjálfunar eru þjálfarar sem veita nálastungumeðferð. Nálastungumeðferð getur gagnast vel sem verkjameðferð við einkennum frá vöðvum og liðamótum.
Mjúkpartameðferð
Hefðbundið nudd, hreyfinudd, nudd með víbrator eða nuddbyssu og bandvefslosun eru dæmi um mjúkpartameðferðir sjúkraþjálfara.
Rafstraums- og bylgjumeðferðir
Hljóðbylgjumeðferð, stuttbylgjumeðferð, meðferð með laser og rafstraumsmeðferð geta verið hentugur kostur sem partur af meðferð sjúkraþjálfara. Þessar meðferðir hafa allar ólíka eiginleika sem geta reynst vel við verkjameðferð.
Liðlosun
Liðkun eða losun á læstum eða stirðum liðamótum getur reynst vel sem partur af meðferð sjúkraþjálfara. Með liðlosun getur sjúkraþjálfari náð fram bættri hreyfigetu og hreyfistjórn einstaklings.
Fræðslufyrirlestrar og ráðgjöf
Sjúkraþjálfarar Bata sjúkraþjálfunar hafa tekið að sér fræðslufyrirlestra og ráðgjöf hjá hinum ýmsu fyrirtækjum.
Úttekt á vinnustöðum og námskeið um líkamsbeitingu
Góð vinnuaðstaða og líkamsbeiting getur reynst gulls ígildi þegar kemur að líðan starfsfólks við vinnu.
Hvernig getum við
aðstoðað?
Staðsetning
VegvísirKringlan 7, 103 Reykjavík
Sími
553 1234Netfang
bati@bati.isOpnunartími