Forfallagjald
9.917 kr. fyrir hvern pantaðan tíma
Nauðsynlegt er að afboða tíma í sjúkraþjálfun með a.m.k. sólarhrings fyrirvara. Að öðrum kosti greiðir sjúklingur forfallagjald að upphæð kr. 9.917 kr. fyrir hvern pantaðan tíma sem ekki er mætt í. Ef um veikindi er að ræða þarf að afboða tímann fyrir klukkan 9:00 að morgni veikindadags.
Atvinnuslys
Tryggingastofnun greiðir hluta Sjúkratrygginga Íslands að fullu fyrir meðferð eftir slys ef slysatilkynning og áverkavottorð liggja fyrir. Ef þú hefur merkt við slysatryggingarákvæði á skattskýrslunni þarft þú ekki að greiða fyrir sjúkraþjálfun eftir slys við heimilisstörf.
Sjúkraþjálfun eftir bílslys
Tryggingafélag bifreiðar endurgreiðir hlut sjúklings. Ræddu við fulltrúa tryggingafélagsins þíns og kynntu þér rétt þinn.
Sjúkrasjóðir
Mörg stéttarfélög endurgreiða að hluta eða að fullu hlut sjúklings. Kynntu þér rétt þinn hjá þínu stéttarfélagi.