Staðsetning

Vegvísir

Kringlan 7, 103 Reykjavík

Opnunartími

8:00 - 17:00
Til baka

Höfundur: Heiðbjört Tíbrá Kjartansdóttir  -  sjúkraþjálfari BSc

Fysio Flow

Fysio Flow er æfingakerfi, þróað af Dönskum sjúkraþjálfara, sem vinnur með bandvefi líkamans
(fascíurnar), með það að markmiði að auka hreyfanleika og virkja slökunarkerfi líkamans.

Undir húðinni liggja mörg bandvefslög, sem m.a. umlykja vöðva og taugavef.  Þessi bandvefslög
þurfa að geta hreyfst gagnvart hvort öðru til að við getum hreyft okkur eðlilega og án óþæginda.
Auk þess tengjast bandvefslögin í líkamanum þannig að þau mynda eina heild, allt frá tám og 
hælum og upp í höfuð.

Við minnkandi virkni, miklar kyrrstöður, streitu og þegar við eldumst minnkar rennslið milli hinna
mismunandi laga, bandvefurinn verður stífur og þurr og það verður erfiðara að hreyfa sig.  Þá
upplifum við okkur stirð og þetta ástand getur orsakað og viðhaldið verkjum.

Fysio Flow snýst um að virkja rennslið milli þessara ólíku laga, fá hita í bandvefinn og gera hann
eftirgefanlegan og hreyfanlegan, en um leið virkja skökunar- og hvíldarkerfi líkamans.

Æfingarnar eru eins konar hreyfiteygjur.  Unnið er með langa hreyfiferla, rólega en taktfast og því
er iðulega höfð tónlist í æfingatímunum.

Allir eiga að geta tekið þátt og fengið jákvæð áhrif af Fysio Flow.  Æfingarnar henta m.a. þeim sem
glíma við verki, streitu, stífleika og þeim sem hafa undirgengist aðgerðir, t.d. konum eftir
brjóstakrabbameinsmeðferð.

Hvernig getum við

aðstoðað?

Staðsetning

Vegvísir

Kringlan 7, 103 Reykjavík

Opnunartími

Virka daga 8:00 - 17:00

Senda fyrirspurn