Fræðsluefni // Heilablóðfall

Heilablóðfall eða heilaslag er afleiðing truflunar á blóðflæði til heila vegna stíflu í
slagæð af völdum blóðtappa eða vegna blæðingar í heila þegar æð brestur. Einkenni
sem hljótast í kjölfarið eru misalvarleg og fara þau eftir staðsetningu og stærð
blóðfallsins.

Algeng einkenni eftir heilablóðfall eru dofi, kraftminnkun eða lömun í annarri hlið
líkamans, taltruflanir og skyntruflanir. Einkenni geta haft neikvæð áhrif á
hreyfanleika, styrk, jafnvægi og getu til að takast á við daglegt líf.
Sjúkraþjálfun er ákaflega mikilvæg eftir heilablóðfall. Viðeigandi meðferð ætti að
hefjast eins fljótt og auðið er og henni ætti að halda áfram þar til einstaklingurinn
hefur náð eins miklum bata og mögulegt er. Sjúkraþjálfun hefur jákvæð áhrif á
lífsgæði einstaklinga sem hlotið hafa heilablóðfall, eykur sjálfstæði þeirra,
hreyfanleika og getu til daglegra starfa.

Hjá Bata starfa sjúkraþjálfarar sem hafa sérhæft sig í meðferð einstaklinga sem hlotið
hafa heilablóðfall. Við bjóðum upp á sérhæfða þjálfun sem miðar að því að auka
lífsgæði og vinna á einkennum.

Meðferð sem gagnast vel þeim sem fengið hafa heilablóðfall:
      • Gönguþjálfun
      • Hreyfistjórnunaræfingar
      • Færniþjálfun
      • Þjálfun fínhreyfinga
      • Liðkandi æfingar og teygjur
      • Styrktarþjálfun
      • Verkjameðferð