Um fyrirtækið

Bati - Sjúkraþjálfun hf. hóf starfsemi 29. febrúar, 2000. Í apríl 2010 flutti stofan í nýstandsett og glæsilegt húsnæði á 1. hæð í Kringlunni 7 (húsi verslunarinnar). Gengið er inn í aðstöðuna vestanmegin, við hlið aðalinngangs í hús verslunarinnar. Húsnæðið er alls um 560 fm – (hátt til lofts og vítt til veggja) – mjög vel tækjum búið og aðstaðan öll eins og best verður á kosið
Hér getur þú skoðað flutningasöguna og myndir - Kringlan 7.

Í Bata sjúkraþjálfun er veitt öll hefðbundin sjúkraþjálfun og starfað í samráði við og eftir beiðnum frá læknum. Við leggjum metnað í að veita skjólstæðingum okkar skjóta og góða þjónustu. Áhersla er lögð á persónuleg samskipti og einstaklingsmiðaða meðferð.

Við höfum langa reynslu af greiningu og meðhöndlun margvíslegra stoðkerfisvandamála, taugasjúkdóma, vandamála á meðgöngu og eftir fæðingu, íþróttameiðsla, meðferð fyrir gigtarsjúklinga, sogæðameðferð, hreyfistjórnun,  o.fl.  Hjá okkur starfa sjúkraþjálfarar með mikla og víðtæka menntun og reynslu í fræðslu og námskeiðahaldi. Aðaláhersla er lögð á virka meðferð, endurhæfingu og þjálfun.

Meðferð fer fram í lokuðum herbergjum, afmörkuðum klefum og/eða æfinga- og tækjasal. Í henni getur m.a. falist raförvun, stuttbylgjur, laser, hljóðbylgjur, nálastungur o.fl. Einnig mjúkvefjameðferð, eins og liðlosun, teygjur, tog og nudd.

Í Bata sjúkraþjálfun starfa 12 löggildir sjúkraþjálfarar BSc, og hjá okkur eru næg bílastæði og gott aðgengi.