Staðsetning

Vegvísir

Kringlan 7, 103 Reykjavík

Opnunartími

8:00 - 17:00
Til baka

Höfundur: María Björk Ólafsdóttir

Hvað er sogæðabjúgur?

Sogæðabjúgur er vökvasöfnun sem verður vegna skertrar starfsgetu sogæðakerfisins sem samanstendur af eitlum og sogæðum. Sogæðakerfið liggur um allan líkamann og er hlutverk þess að fjarlægja umframvökva, eggjahvítuefni og bakteríur sem blóðrásin ræður ekki við.

Sogæðakerfið er hluti af ónæmiskerfi líkamans. Venjulega er vökva skilað til baka í blóðrásina án þess að fólk verði þess vart. Sogæðakerfið skilar 2-4 l af vessa til baka í blóðrásina á dag og getur vessaflæðið aukist allt að tífalt.

Sogæðabjúgur getur myndast í kjölfar skurðaðgerðar t.d. vegna krabbameins í brjósti, sérstaklega þegar margir eitlar eru fjarlægðir. Áhættan eykst ef geislað er í holhönd. Ekki er hægt að segja til um hverjir fá sogæðabjúg eða hversu mikill hann verður. Sogæðabjúgur getur jafnvel komið fram mörgum árum eftir krabbameinsmeðferð.

Einnig sést sogæðabjúgur oft eftir áverka s.s. wiphlash (hálshnykk), eftir ýmsar aðgerðir í kringum skurðsár, beinbrot, hjá gigtarsjúklingum, eftir blóðtappa, sýkingar, bruna og ofáreynslu svo eitthvað sé nefnt. Sogæðanudd eftir erfiðar íþróttaæfingar getur minnkað harðsperrur og verki.

Sogæðabjúgur byrjar yfirleitt með aukinni spennu í húðinni, þungri tilfinningu í líkamshlutanum og síðan verður ummálsaukning. Þessu fylgja ekki alltaf verkir en ummálsaukningin getur hindrað daglegar athafnir (hreyfingar).

Hvernig getum við

aðstoðað?

Staðsetning

Vegvísir

Kringlan 7, 103 Reykjavík

Opnunartími

Virka daga 8:00 - 17:00

Senda fyrirspurn