Staðsetning

Vegvísir

Kringlan 7, 103 Reykjavík

Opnunartími

8:00 - 17:00
Til baka

Höfundur: Hrefna Indriðadóttir  -  sjúkraþjálfari BSc

Hreyfing er best við gigt

Hrefna starfaði í 17 ár á Gigtlækningastöð Gigtarfélags Íslands í

Ármúla, m.a. sem yfirsjúkraþjálfari frá 2002 – 2013, en hún hefur nú

flutt sig um set í BATA Sjúkraþjálfun ehf., Kringlunni 7, í Reykjavík.

Þar mun hún m.a. sinna gigtarfólki, ásamt Sólveigu Björgu

Hlöðvesdóttur, sjúkraþjálfara BSc, sem einnig er komin til starfa hjá

BATA Sjúkraþjálfun ehf., eftir að hafa starfað í 25 ár á Gigtlækningastöð GÍ.

Gigtin hrjáir marga

Talið er að einn af hverjum fimm einstaklingum fái einhvers konar gigtarsjúkdóm einhvern

tímann yfir ævina; alls eru um 200 mismunandi gigtarsjúkdómar skráðir. „Við erum því að

tala um að rúmlega 60 þúsund manns hér á landi séu að kljást við einhvers konar gigt,“ segir

Hrefna Indriðadóttir.

Aðspurð um það hvaða líkamshluta gigtin herji helst á segir Hrefna liðina helst í hættu.

„Gigtin er fyrst og fremst stoðkerfissjúkdómur, hún leggst á liði, sinar og vöðva en í sumum

sjúkdómum getur hún haft áhrif á önnur líffæri. Algengust hér á landi er að líkindum

slitgigtin, algengi hennar er hæst af þessum sjúkdómum. Síðan koma vefjagigt og iktsýki, og

sjúkdómar af því tagi; fjölvöðvagigt jafnvel, hrygggigt eitthvað, en slitgigtin er langalgengust.“

Að sögn Hrefnu er algengast að gigtin láti á sér kræla á aldrinum 50 til 60 ára. Í yngri

aldurshópum er hún algengari hjá karlmönnum, en algengari hjá konum í eldri flokkunum.

Það á reyndar við um flesta gigtsjúkdóma, þeir eru algengari hjá konum en karlmönnum.

Þegar grennslast er fyrir um hvort ástæður þess liggi fyrir segir Hrefna að erfitt sé að segja til

um það.

Að lifa góðu lífi með gigtinni

Þó margir fái gigt er engu að síður eitt og annað hægt að gera til meðferðar henni, og Hrefna

er ekki í vafa um mikilvægasta meðferðarúrræðið. „Fyrst og fremst er það hreyfing,“ segir

Hrefna. „Hreyfing er í stuttu máli sagt með mjög mikið meðferðargildi þegar gigt er annars

vegar. Eiginlega má segja varðandi allar tegundir gigtsjúkdóma að hreyfing skiptir alveg

gríðarlegu máli. Það hafa orðið það miklar framfarir í meðhöndlun flestra gigtsjúkdóma,

einkum bólgugigtarsjúkdóma, að í dag er hægt að leggja mun meiri hreyfingu fyrir fólk en var

hér áður fyrr. Við erum sem sagt fyrst og fremst að hvetja fólk til að gera og styrkja það til að

geta. Í því felst svo líka verkjameðferð og leiðbeiningar þannig að fólk geti hreyft sig,

stuðningur og hvatning.“ Hrefna segist mæla eindregið með einfaldri göngu, hún skili alveg

ótrúlega miklu. „Bæði er ganga góð afþreying og hún þarf ekki að fela í sér mikið álag fyrir

liðina ef fólk hugar vel að skóbúnaði og undirlaginu. Gönguna má stunda í einrúmi eða í

félagsskap, hana má laga að árstíðunum og hún er bara mjög góð hreyfing.“

Vatnið hentar gigtarfólki vel

Einnig nefnir hún sund og vatnsleikfimi sem sérlega heppilega hreyfingu fyrir gigtarfólk,

einkum ef fólk er slæmt í burðarliðum. „Komi fólk til mín sem er það illa haldið að ég tel ekki

ráðlegt að leggja miklar göngur fyrir það þá mæli ég eindregið með sundi og vatnsleikfimi.“

Hún bætir því við að hægt sé að komast í vatnsleikfimi t.d. í Hátúninu og þar sé laugin ívið

heitari en venjulegar laugar, sem hafi mikil áhrif. „Laugin er milli 30 og 34 °C heit sem er

æskilegt hitastig fyrir vatnsleikfimi. Vatnsleikfimin er afar heppilegt hreyfing því vatnið léttir

á liðunum um leið og það veitir mótstöðu í hreyfingum. Höggálag er ekkert. Einnig er hægt

að binda um sig svo kallað flotbelti og hlaupa svo í vatninu án þess að snerta botn. Slíkt hæfir

þeim sem eru heldur brattari í þjálfuninni, og þá fá þeir hreyfinguna án þess að fá höggálagið

sem fylgir hefðbundnum útihlaupum.“

Brýnt að leita ráðlegginga

Almennt séð hvetur Hrefna fólk til að sækja sér upplýsingar og ráðleggingar, ef það vill hreyfa

sig en er hikandi við að fara af stað. „Hreyfingin skilar sínu en hún á fyrst og fremst að vera

skemmtileg. Annars er hætt við því að fólk fari af stað en átti sig svo á því að hreyfingin sem

fyrir valinu varð sé því óbærilega leiðinleg. Meta þarf líka líkamsástandið, hver er þoltalan,

er fólk nógu kröftugt, er ef til vill einhver hreyfing sem fólk ætti að forðast og svo framvegis.

Við tökum því fólk og metum það til að byrja með, hvar það er statt og hvaða hreyfing myndi

henta viðkomandi og styðjum fólk svo af stað í hreyfingunni. Framboðið af

almenningsíþróttum verður sífellt meira og meira og allir eiga að geta fundið hreyfingu sem

þeir hafa gaman af.

Vera vakandi fyrir einkennum

Að endingu bendir Hrefna á að ef fólk sem stundar reglulega hreyfingu finnur fyrir viðvarandi

verkjum í kjölfar æfinga, til dæmis í baki eða hnjám sé ráð að láta kíkja á sig. „Sama má segja

ef fólk vaknar mjög stirt á morgnana og er jafnvel með einkenni niður í fætur eða út í

handleggi, þá ætti viðkomandi endilega að láta líta á sig, sérstaklega til að aðlaga hreyfinguna

þannig að fólk geti sinnt henni. Stirðleiki að morgni gæti verið fyrstu einkenni

bólgusjúkdóms. Það er sum sé mikilvægt að vera vakandi fyrir verkjum sem standa yfir lengur

en í sólarhring eftir æfingu,“ segir Hrefna Indriðadóttir, sjúkraþjálfari

Hvernig getum við

aðstoðað?

Staðsetning

Vegvísir

Kringlan 7, 103 Reykjavík

Opnunartími

Virka daga 8:00 - 17:00

Senda fyrirspurn