Gleðilegt nýtt ár

Bati sjúkraþjálfun ehf., óskar ykkur öllum gleði og farsældar á nýju ári og þakkar samskipti og samstarf á liðnum árum.

Starfsfólk Bata sjúkraþjálfunar ehf. 

Opnunartímar yfir Páska

Opnunartímar um páska 2019 verða eftirfarandi: Skírdagur                                        Lokað Föstudagurinn langi                        Lokað Annar í Páskum                              Lokað Sumardagurinn fyrsti (25. apríl)      Lokað Gleðilega Páska!

Hópatímar - Gott fyrir kroppinn 67+ ára

Þriðjudaginn 5. mars n.k. munu sjúkraþjálfararnir Einar Haraldsson og Kristján Huldar Aðalsteinsson fara af stað með hópatíma fyrir 67 ára og eldri. Áherslan í hópatímunum er almennt hreysti með styrktarþjálfun og liðkunaræfingum.  Tímarnir verða á þriðjudögum og fimmtudögum frá 16:15 - 17:00 og fer skráning fram í afgreiðslu Bata sjúkraþjálfunar, í síma 553-1234 eða með því að senda póst á bati@bati.is

Opnunartímar yfir jól og áramót 2018

Opnunartímar Bata sjúkraþjálfunar yfir jól og áramót 2018 eru eftirfarandi:  23. des  Þorláksmessa   Lokað  24. des  Aðfangadagur    Lokað  25. des  Jóladagur   Lokað  26. des  Annar í jólum   Lokað  27. des  Fimmtudagur    Opið 8-16  28. des  Föstudagur   Lokað   29. des  Laugardagur   Lokað  30. des  Sunnudagur   Lokað  31. des  Gamlársdagur    Lokað  1. jan  Nýársdagur    Lokað   2. jan  Miðvikudagur    Opið 8-16  3. jan  Fimmtudagur    Opið 8-16    

Lokað föstudaginn 16. mars.

Föstudaginn 16. mars verður lokað hjá okkur í Bata sjúkraþjálfun vegna dags sjúkraþjálfunar. Við opnum aftur mánudaginn 19. mars. stundvíslega klukkan 8:00.

Fysio Flow tímar hefjast að nýju

F ysio Flow tímar Heiðbjartar byrja aftur eftir jólafrí föstudaginn 12. janúar n.k.  Tímarnir verða alla föstudag a kl. 12:15 - 13:50. Fysio Flow tímarnir eru hópþjálfunartímar með einstaklingsmiðaðri nálgun þar sem áhersla er á að hreyfa bandvefi (fasciur) líkamans með rólegum teygjum og æfingum.  Tímarnir henta vel þeim sem glíma við verki, sogæðabjúg eða hafa skert þrek.  Leiðbeinandi er Heiðbjört Tíbrá Kjartansdóttir, sjúkraþjálfari. Nánari upplýsingar og skráning: Bati sjúkraþjálfun s: 5531234 eða  heidbjort@bati.is Sjá meira um Fysio Flow

Fysio Flow tímar hefjast á nýju ári

Á næstunni mun Heiðbjört Tíbrá Kjartansdóttir, sjúkraþjálfari byrja aftur með  opna tíma í Fysio Flow  hér í Bata sjúkraþjálfun. Um er að ræða hóptíma með einstaklingsmiðaðri nálgun þar sem áhersla er lögð  á  að hreyfa bandvefi  líkamans með rólegum teygjum og æfingum. Tímarnir henta mjög vel konum sem hafa farið í aðgerð vegna krabbameins, en  einnig þeim sem  glíma við verki, stífleika og streitu. Fysio Flow er æfingakerfi, þróað af Dönskum sjúkraþjálfara   , sem vinnur með bandvefi líkamans (fascíurnar), með það að markmiði að auka hreyfanleika og virkja slökunarkerfi líkamans. Undir húðinni liggja mörg bandvefslög, sem m.a. umlykja vöðva og taugavef.  Þessi bandvefslög þurfa að geta hreyfst gagnvart hvort öðru til að við getum hreyft okkur eðlilega og án óþæginda. Auk þess tengjast bandvefslögin í líkamanum þannig að þau mynda eina heild, allt frá tám og  hælum og upp í höfuð. Við minnkandi virkni, miklar kyrrstöður, streitu og þegar við eldumst minnkar rennslið milli hinna mismunandi laga, bandvefurinn verður stífur og þurr og það verður erfiðara að hreyfa sig.  Þá upplifum við okkur stirð og þetta ástand getur orsakað og viðhaldið verkjum. Fysio Flow snýst um að virkja rennslið milli þessara ólíku laga, fá hita í bandvefinn og gera hann eftirgefanlegan og hreyfanlegan, en um leið virkja skökunar- og hvíldarkerfi líkamans. Æfingarnar eru eins konar hreyfiteygjur.  Unnið er með langa hreyfiferla, rólega en taktfast og því er iðulega höfð tónlist í æfingatímunum. Nánari upplýsingar og skráning:   heidbjort@bati.is  og í síma 553 1234  

Fysio Flow - einstaklingsmiðuð hópþjálfun

Þann 4. nóvember n.k. mun Heiðbjört Tíbrá Kjartansdóttir, sjúkraþjálfari byrja með opna tíma í Fysio Flow hér í Bata sjúkraþjálfun. Tímarnir eru sérstaklega ætlaðir konum sem hafa farið í aðgerð vegna krabbameins. Um er að ræða hóptíma með einstaklingsmiðaðri nálgun þar sem áhersla er lögð á að hreyfa bandvefi líkamans með rólegum teygjum og æfingum. Nánari upplýsingar um tímana má nálgast hér:     Fysio Flow

Sólborg hverfur til starfa á Landspítalanum !

Um s.l. mánaðamót lét Sólborg Björg Hermundsdóttir af störfum hjá Bata sjúkraþjálfun.   Sólborg hefur starfað hjá okkur frá ársbyrjun 2009 - með hléum á meðan hún var í fæðingarorlofi. Hún hefur nú ákveðið að taka sér hlé frá störfum sem sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari (a.m.k. um sinn) og hverfa til starfa sem sjúkraþjálfari á Landspítalanum. Við óskum Sólborgu alls hins besta í framtíðinni, um leið og við þökkum henni fyrir frábært samstarf undanfarin tæp 8 ár. 

Sólveig Börk komin úr fæðingarorlofi !

Í dag, 10. maí 2016,   kom Sólveig Björk Ásmundardóttir, sjúkraþjálfari aftur til vinnu í Bata sjúkraþjálfun eftir að hafa verið í fæðingarorlofi. Sólveig Björk hefur starfað í Bata frá því hún útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá HÍ 2013 og er fjölmörgum skjólstæðingum okkar af góðu kunn.   Það er okkur mikið ánægjuefni að hún skuli vera komin til baka.  

Sólborg er komin aftur !

Nú í febrúar kom Sólborg Björg Hermundsdóttir, sjúkraþjálfari aftur til vinnu í Bata sjúkraþjálfun eftir að hafa verið í fæðingarorlofi. Sólborg hefur starfað í Bata frá 2009 og er fjölmörgum skjólstæðingum okkar af góðu kunn.   Það er okkur mikið ánægjuefni að hún skuli vera komin til baka.  

Líkamsstaða og líkamsbeiting í vinnu

Fimmtudaginn 21. janúar n.k. býður VR félagsmönnum sínum á hádegisfyrirlestur kl. 12:00 - 13:00 með Sigurlaugu Mjöll Jónasdóttur og Arnari Má Kristjánssyni, sjúkraþjálfurum frá Bata sjúkraþjálfun ehf. Fyrirlesturinn fjallar um líkamsstöðu og líkamsbeitingu í starfi. Hvernig hægt er að fyrirbyggja óæskilegt álag á stoðkerfið og minnka líkur á algengum stoðkerfiskvillum, svo sem vöðvabólgu, spennuhöfuðverk og mjóbaksverkjum.  Nánari upplýsingar um fyrirlesturinn og skárningu á hann má nálgast á heimasíðu VR  -   vr.is - beitir þú þér rétt við vinnu  

Námskeið hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsin

Tveir sjúkraþjálfarar hjá Bata sjúkraþjálfun halda námskeið á vegum Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. Þær Marjolein Roodbergen og María Björk Ólafsdóttir, sjúkraþjálfarar halda sjálfshjálparnámskeið fyrir konur sem hafa fengið sogæðabjúg eftir brjóstnám vegna krabbameins. Námskeiðið er haldið á vegum Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins og hefst þann 21. október n.k. í aðstöðu Ráðgjafarþjónustunnar. Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu og færni til að bregðast við sogæðabjúg og er stórum hluta þess varið í verklegar æfingar.   Námskeiðið er þrjá miðvikudaga í röð, alls 6 klst.   Þetta er í þriðja sinn sem þær Marjolein og María Björk halda námskeið af þessum toga hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins á árinu 2015. Nánari upplýsingar um námskeiðið má nálgast  hér . 

Bati sjúkraþjálfun fær góðan liðsstyrk

Þann 1. október 2015 hóf Heiðbjört Tíbrá Kjartansdóttir, sjúkraþjálfari, störf hjá Bata sjúkraþjálfun ehf. Heiðbjört kemur til okkar frá Reykjalundi þar sem hún starfaði á taugasviði og starfsendurhæfingarsviði, en áður starfaði hún um langt skeið á Landspítalanum í Fossvogi , bæði á göngudeild fyrir krabbameinsgreinda og einnig á öðrum deildum spitalans, s.s. taugadeild, bæklunardeild o.fl. Heiðbjört hefur mikla reynslu og þekkingu á meðferð fyrir krabbameinsgreinda, s.s. sogæðameðferð og bætist því í hóp þeirra sjúkraþjálfara hjá Bata sem hafa sinnt slíkum meðferðum.  Hún býr einnig að góðri reynslu í endurhæfingarmeðferðum almennt og er mikill happafengur fyrir okkur í Bata sjúkraþjálfun. Heiðbjört er líka tónlistarkennari og hefur starfað við tónlistarkennslu í Tónskóla Hörpunnar frá árinu 1999. Smelltu hér til að skoða  ferilskrá

Nýr sjúkraþjálfari hjá Bata

Nú í júlí bætist nýr sjúkraþjálfari í hóp okkar hér í Bata sjúkraþjálfun, þegar Einar Haraldsson hefur störf hjá stofunni. Einar útskrifaðist frá Háskóla Íslands vorið 2013 sem sjúkraþjálfari og hefur undanfarið starfað hjá Ás sjúkraþjálfun og um tíma hjá Eirberg í ráðgjöf og sölu. Hann hefur starfað talsvert með íþróttafélögum sem sjúkraþjálfari, en áhugasvið hans er fjölbreytt og fellur vel að starfsemi Bata sjúkraþjálfunar. Einar er góð viðbót í hópinn hjá okkur og bjóðum við hann velkominn til starfa.  Smelltu hér til að skoða  ferilskrá 

Breytingar í Bata - Rannveig Gunnlaugsdóttir

Undanfarna mánuði hafa orðið talsverðar breytingar hjá Bata sjúkraþjálfun. Nýir sjúkraþjálfarar hafa bæst í hópinn og aðrir horfið á braut og framundan eru frekari breytingar. Nú í apríl kom  Rannveig Gunnlaugsdóttir  til liðs við okkur.  Rannveig kemur til okkar frá Gigtlækningastöð GÍ,  en hún útskrifaðist frá Háskóla Íslands árið 2007.  Rannveig hefur mikla reynslu í meðferð við gigtsjúkdómum og  bætist í þann góða og reynslumikla hóp sjúkraþjálfara hjá okkur sem hafa sinnt gigtarsjúklingum. Rannveig er einnig með Diploma í nálastungum og mikla sérþekkingu í nálastungumeðferðum. Hún er þar að auki Stott Pilates kennari og hefur verið með Pilates námskeið hjá Gigtlækningastöðinni. Rannveig er mikill happafengur fyrir okkur í Bata sjúkraþjálfun ehf. Smelltu hér til að skoða ferilskrá  

Breytingar í Bata - Marjolein Roodbergen

Undanfarna mánuði hafa orðið talsverðar breytingar hjá Bata sjúkraþjálfun. Nýir sjúkraþjálfarar hafa bæst í hópinn og aðrir horfið á braut og framundan eru frekari breytingar. Í janúar 2015 bættist  Marjolein Roodbergen  í hóp sjúraþjálfara hjá Bata sjúkraþjálfun ehf. Marjolein er sjúkraþjálfari frá Hollandi og útskrifaðist árið 1986 frá Háskólanum í Nijmegen, Hollandi.  Hún kom til Íslands árið 1987 og hóf störf hjá NLFÍ í Hveragerði, en hefur starfað á Landsspítalnum í Fossvogi (Borgarspítalanum) um langt árabil, eða frá árinu 1988, með hléum og er einn helsti sérfræðingur landsins í sogæðameðferð. Marjolein kemur því með mikla reynslu inn á stofuna og gerir okkur kleift að sinna meðferð af þessum toga mun betur en áður var. Það er okkur í Bata sjúkraþjálfun ehf. mikill fengur að fá Marjolein til starfa. Smelltu hér til að skoða ferilskrá

Breytingar í Bata - Arnar Már Kristjánsson

Undanfarna mánuði hafa orðið talsverðar breytingar hjá Bata sjúkraþjálfun.   Nýir sjúkraþjálfarar hafa bæst í hópinn og aðrir horfið á braut og framundan eru frekari breytingar. S.l. sumar hóf  Arnar Már Kristjánsson störf hjá okkur, en Arnar Már útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands 2014.  Í verknámi sínu var Arnar á Grensásdeild LSH (Taugadeild), Kristnesspítala FSA (Öldrun og stoðkerfissvið), LSH Fossvogi (Bæklunarskuðrdeild, lungnadeild og göngudeild krabbameins), Reykjalundur (Stoðkerfissvið og verkjasvið). Arnar hefur verið sjúkraþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Knattspyrnufélagi Reykjavíkur (KR) frá 2014. Lokaverkefni Arnars frá HÍ fjallaði um  Vöðvavirkni miðlæga og hliðlæga aftanlærisvöðva við framkvæmd Nordic hamstring æfingar.  Áhrif mismunandi stöðu sköflungs. Arnar Már er mikilvæg og góð viðbót í hóp sjúkraþjálfara hjá Bata sjúkraþjálfun ehf. Smelltu hér til að skoað ferilskrá